Brjóstaskimanir falla ekki niður

Landspítalinn hefur gert samkomulag um að flutningur brjóstaskimana verði ekki framkvæmdur fyrr en 1.maí á næsta ári þar sem tækjakostur til skimunar verður ekki tilbúinn á þeim tíma sem gert var ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu.

Í tilkynningunni segir jafnframt að fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí muni Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta. Skimanir fyrir brjóstakrabbameini munu því ekki falla niður og ekkert rof verður á þjónustu við umræddan hóp

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila