Lyfjaskortinn líklega hægt að rekja til markaðssetningar og aukinnar sjúkdómavæðingar

Lýður Árnason læknir

Lyfjaskortinn hér á landi má rekja til nokkurra megin þátta sem bæði varða markaðssetningu og aukinnar sjúkdómavæðingar í samfélaginu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lýðs Árnasonar læknis í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Lýður bendir á að ákveðnar tískubylgjur verði á lyfjamarkaði

þeir sem markaðssetja lyfin sjá þessar bylgjur, og framleiða þá kannski meira af því lyfi sem er vinsælt á þeim tíma og þá er kannsk drregið úr framleiðslu annara lyfja af sama meiði, og svo kemur auðvitað til að í dag höfum við miklu fleiri sjúkdóma og það er verið sífelt að greina fleiri sjúkdóma og þá eru fundin upp lyf við því og það getur síðan leitt af sér aðra sjúkdóma, en það verður auðvitað að hafa það í huga að í mörgum tilfellum hjálpa lyfin fólki en eru ekki til bölvunar” segir Lýður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila