Síðdegisútvarpið: Guðbjörn þarf að bíða í tvö ár eftir niðurstöðu Landlæknis í máli dóttur sinnar

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og óperusöngvari var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag

Heilbrigðiskerfið er afskaplega misjafnt hvað þjónustu varðar og í sumum málaflokkum er nánast enga hjálp að fá eins og til dæmis í geðheilbrigðiskerfinu.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Guðbjörn sem missti dóttur sína aðeins örfáum klukkustundum eftir að henni var vísað heim af geðdeild segir reynslu sína af því að glíma við geðheilbrigðiskerfið og fá aðstoð fyrir dóttur sína afskaplega slæma.

Í þættinum kom fram að dóttir Guðbjörns sem átti við geðheilbrigðisvanda að stríða hafi litla sem enga hjálp fengið í kerfinu en hún svipti sig lífi eftir að hafa verið vísað frá á geðdeildinni. Guðbjörn segir að hann hafi tilkynnt málið til landlæknis þar sem hann óskaði eftir að það væri meðal annars kannað hvort að um mistök hafi verið að ræða þegar dóttir hans var send heim, en það ferli að bíða eftir úrskurði í málinu taki mjög langan tíma

mér skilst að ég þurfi að bíða í heil tvö ár eftir því að niðurstaða fáist í málið, ég skil hreinlega ekki hvers vegna þetta tekur svona langan tíma, kannski er verið að rannsaka svo mörg önnur dauðsföll sem orðið við svipaðar kringumstæður að landlæknir hefur ekki mannskap til að rannsaka þetta hraðar

Hann segir þennan biðtíma sýna hversu stór vandi heilbrigðiskerfisins er ” þarna sjáum við bara hversu vandamálið er orðið risavaxið, þetta er auðvitað óafsakanlegt“,segir Guðbjörn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila