Símatíminn: Svandís Svavarsdóttir ber ábyrgð á heilbrigðisvandanum

Heilbrigðisvandinn er á ábyrgð Svandísar Svavarsdóttur og þær ógöngur sem heilbrigðismálin eru í en ekki vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum, heldur vegna prívatstefnu Svandísar. Þetta var meðal þess sem fram kom í símatímanum í dag en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson um stöðu heilbrigðiskerfisins og ábyrgð Svandísar Svavarsdóttur á stöðunni sem upp er komin. 

Þá kom fram að ráðherra hafi afhjúpað mannfyrirlitningu sína og hroka í garð fjölmiðla og lækna á lokuðum fundi læknaráðs sem fram fór í fyrradag en þar sagði Svandís meðal annars

“ ég veit ekki hvort þið horfðuð á Silfur Egils í gær en það gerði ég því þegar maður er ráðherra neyðist maður til þess að horfa á svoleiðis þætti„, auk þess sagði ráðherra að fólkið sem hafði mætt í Silfrið hefði ekki vit á heilbrigðismálum. 

Í símatímanum bentu Arnþrúður og Pétur á að fólkið sem hefði mætt í þáttinn hefði einmitt gott vit á heilbrigðismálunum og því væri afstaða Svandísar mjög hrokafull, þarna hefðu mætt meðal annars fyrrverandi ráðherrar og þingmenn, auk þekkts rekstrarmanns.

Eftir stæði að þrátt fyrir orð ráðherra og hrokann sem hún sýndi væri ábyrgðin hennar engu að síður, en hún kysi að láta það ógert að taka á þeim málum sem þurfi að taka á innan heilbrigðiskerfsins.

Hlusta má á spjall þeirra Arnþrúðar og Péturs í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila