Sænskur prófessor: „Þetta er næstum því sama og aflífa fólkið – álíka öruggt og rafmagnsstóllinn”

Prófessor Yngve Gustafson við Umeå háskóla

Jan 81 árs gamall slapp lifandi við glímuna við covid-19 vegna afskifta fjölskyldunnar. Læknir elliheimilisins skipaði líknaraðstoð – án þess að hafa hitt Jan. Yngve Gustafson prófessor í öldrunarsjúkdómum segir að „athuga sjúklinga símleiðis og fyrirskipa meðhöndlun sem sker úr um hvort viðkomandi fær möguleika til lífs eða er dæmdur til dauða er fyrir neðan allar hellur og siðferði læknavísindanna”. Dagens Nyheter greinir frá því að hvorki Jan né ættingjar hans fengu að vita um ákvörðun heilsugæslunnar að veita Jan líknaraðstoð. 


Í staðinn fékk Thomas Andersson sonur Jan að vita, þegar hann hringdi á elliheimilið að faðir hans væri að deyja. Thomas var beðinn um að kveðja föður sinn. 

„Pabbi var utan við sig eftir morfíngjöf. Þeir sem ekki fá læknismeðferð vegna kórónusmits og eru eldri og fá morfín í staðinn, þeir deyja. Mér finns persónulega það vera virk dánaraðstoð. Hefðu ættingjarnir ekki gripið í taumana hefður þeir aflífað pabba” segir Thomas í viðtali við Dagens Nyheter. „Það var ekki fyrr en ég hafði samband við fjölmiðla og þá sem ábyrgir eru sem pabbi fékk dropa og venjulegu lyfin sín eins og blóðþynnandi inngjöf. Hann náði sér mjög fljótlega og er í dag frískur.”


Prófessor Yngve Gustafson við háskólann í Umeå segir við Aftonbladet: „Eldra fólkið á elliheimilinum hefur verið kúgað. Ég hef fengið svo ótrúlega mörg samtöl frá ættingjum sem lýsa því hvernig þeir eldri fá enga hjúkrun. …Á elliheimilum hefur svo til eingöngu verið mælt fyrir líknaraðstoð sem þýðir að sjúklingurinn fær morfín, midazolam og haldol til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst vegna morfínsins. Þetta er meðferð sem í flestum tilvikum leiðir 100% til andláts viðkomandi. Að gefa bæði midazolam og morfín dregur úr önduninni. Átt þú erfitt með öndun færðu fljótt súrefnisskort sem leiðir til dauða.”


Þegar blaðamaður Aftonbladets spyr Yngve hvort hann kalli meðhöndlun eldra fólks aðstoð við dauða frekar en hjúkrun svara Yngve: „Ég get hugsað mér að nota enn sterkari hugtak. Að þetta sé næstum því það sama og aflífa fólkið. Þetta er alfarið hundrað prósent örugg aðferð, álíka og rafmagsstóllinn. Það er álíka öruggt”.


Eftirlitsnefnd með hjúkrun og aðhlynningu hefur hafið tveggja vikna rannsókn á sérstökum heimilum fyrir aldraða sem hafa veikst af covid-19. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila