Gjörgæslurými full í Stokkhólmi um helgina – einungis valdir fá aðgang að öndunarvélum – smit á þriðjungi elliheimila

Andreas Hvarvner yfirlæknir gjörgæslu á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi

Kínaplágan læsir klónum um Svía og smituðust 500 manns síðasta sólarhringinn, þar af margir aldraðir á elliheimilum. Um þriðjungur elliheimila eru smituð og helmingur látinna síðasta sólarhring eru aldraðir á elliheimilinum. Martin Tivéus forstjóri Attendo sem rekur mörg elliheimili í Svíþjóð segir að

 ”eina leiðin fyrir smit að komast inn á eilliheimilin er með smituðu starfsfólki sem sýna engin einkenni”.


Andreas Hvarvner yfirlæknir gjörgæsludeildar Karolinska sjúkrahúsins segir að þrátt fyrir aukningu rúma að undanförnu, þá þyngist straumur kórónusjúklinga daglega sem þurfa á gjörgæslu að halda og ”við sláum fljótlega í þakið”. Í tilkynningu frá Karólínska segir

 ”Ef þróunin hægist ekki skyndilega er útlit fyrir að allt gjörgæslurými í Stokkhólmi klárist um helgina. Við munum þurfa að hætta að taka á móti fjölda sjúklinga á gjörgæsludeild sem við gætum annars veitt heilsugæslu við eðlilegar aðstæður og með ótamkarkaða getu”.


Andreas Hvarvner sagði í viðtali við sjónvarpið að starfsfólk muni þurfa að forgangsraða á hátt sem enginn er vanur við.

 ”Við munum þurfa að velja á milli sjúklinga. Við tölum ekki um aldur sérstaklega heldur frekar út frá hversu mikið fólk er veikt. Það þýðir að fólk sem búist er við að hafi mörg lífsár framundan fær gæslu en þeir sem ekki er búist við að hafi mörg lífsár framundan fá ekki gæslu. Ég gæti trúað að margir afar og ömmur myndu segja að þau hleypi barnabörnunum að í þeirra stað. Sú mynd getur skýrt málið að einhverju leyti.”


Hryllingssögur um aldraða sem deyja einir á elliheimilum eru byrjaðar að leka út, m.a. að starfsfólk á sumum stöðum þorir ekki að fara inn til kórónusmitaðra vegna skorts á öryggisbúnaði og hættu á eigin smiti. Vegna skorts á öryggisbúnaði breytti Lýðheilsan í Svíþjóð skyndilega kröfum t.d. að vera í langerma búnaði sem gengur gegn reglum WHO.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila