Heilinn er hið félagslega líffæri – Mikilvægt að stuðla að heilbrigði hans með góðri hreyfingu

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir

Heilinn er merkilegt líffæri sem kannski er ekki gefin nægur gaumur. Eiginleikar hans gera það að verkum að hann hefur oft meiri áhrif á daglegt líf fólks en því grunar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs Þórs Ævarssonar í þættinum Heilsan heim í dag en hann var gestur Sigrúnar Kjartansdóttur.

Ólafur bendir á að heilinn er það líffæri sem tengir fólk saman félagslega og því mikilvægt að leggja rækt við heilann til þess að einangrast ekki. Hann segir að ein leiðin til þess að rækta heilann sé að hugsa vel um líkamann

þannig það að fara út að hreyfa sig getur stuðlað þannig að bættri geðheilsu“ segir Ólafur.

En það er fleira sem er mikilvægt að hafa í huga til þess að gæta að geðheilsunni og fór Ólafur yfir þau atriði í þættinum og nefndi meðal annars að góður svefn væri mjög mikilvægur og annar mikilvægur þáttur væri að forðast áfengi.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila