Heimildir: Svíþjóð ákveður að sækja um aðild að Nató á mánudag

Magdalena Andersson forsætisráðherra mun senda inn NATO-umsókn þegar á mánudag 16. maí, eftir auka ríkisstjórnarfund, þar sem ákvörðun verður tekin, samkvæmt heimildum Expressen. Allt bendir til þess að það verði „klárt já“.

Heimildir Expressen herma, að sænska ríkisstjórnin muni halda aukafund vegna NATO á mánudaginn í næstu viku.

Þá verður tekin formleg ákvörðun um NATO-umsókn.

Strax að þeim fundi loknum verður umsóknin send inn ef ekkert óvænt setur strik í reikninginn.

Svíar munu þá sækja um aðild að NATO í miðju brennandi stríði. Trúlega er reiknað með því, að Rússar séu svo uppteknir af stríðinu í Úkraínu að þeir muni ekki geta brugðist við.

„Allir álitsgjafar ganga út frá því sem vísu, að það verði skýrt JÁ“ skrifar Expressen.

Í Finnlandi er gert ráð fyrir, að ákvörðun um NATO verði tekin á sunnudag, samkvæmt TT. Bæði Sauli Niinistö forseti landsins og Sanna Marin forsætisráðherra hafa þegar sagt já eins og Útvarp Saga hefur áður sagt frá.

Deila