Fólk hefur orðið fyrir heilsubresti vegna afleiðinga hrunsins

Ásta Lóa Þórsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson

Fólk sem missti aleiguna í hruninu hefur í einhverjum tilfellum misst heilsu vegna þess. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ástu Lóu Þórsdóttur formanns Hagsmunasamtaka heimilanna og Guðmundar Ásgeirssonar lögfræðingur samtakanna í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Þau kalla eftir að gerð verði rannsóknarskýrsla fyrir heimilin um hvernig það vildi til að opinberar stofnanir snerust gegn neytendum í stað þess að verja þá

það vill nefnilega gleymast að kerfið á að vera til fyrir fólkið en fólk á ekki að vera til fyrir kerfið, það er fjölmörgum spurningum ósvarað og einnig þeim hvaða áhrif þetta hafði á fjölskyldurnar sem lentu í þessi“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila