Heimsmálin: Ísland á bannlista Cyprus Development Bank vegna kæruleysis á fjármálasviðinu

Ísland var sett á bannlista einfaldlega vegna kæruleysislegra vinnubragða þegar kemur að fjármálasviðinu. Þetta kom fram í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Guðmundur benti á í þættinum að hér á landi væri ekki farið eftir þeirri grundvallarreglu svokallaðari (KYC) reglu sem snýr að því að bankar viti hverjir viðskiptavinir þeirra séu, en hér á landi getur hver sem er stofnað reikning án athugasemda sem gerir ópúttnum auðvelt fyrir að stunda fjármálaglæpi, meðal annars peningaþvætti.

Þá sé ekki hægt að segja að forsaga Íslands í fjármálum sé beint glæsileg, fjárglæframenn hafi valsað um bankana og hreinsað þá upp að innan óáreittir og ekki bæti úr skák að Fjármálaeftirlitið óvirkt og ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu á árunum fyrir hrun.

Því geti stjórnvöld á Íslandi sjálfum sér um kennt að landið sé nú komið á umræddan bannlista og engu sé líkara en stjórnvöldum vilji það. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila