Tími kórónuveirunnar er tíminn til að hugleiða hvort gera eigi kerfisbreytingar á velferðarkerfinu

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra.

Nú er tími til þess að hugleiða hvort gera eigi kerfisbreytingar á velferðarkerfinu, með því meðal annars hvort setja eigi upp kerfi sem býður upp á borgaralaun. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Jón segir að með því að borga fólki borgaralaun sé augljóslega ákveðin framfærsla tryggð

og þetta þýðir auðvitað að gerðar yrðu grundvallar kerfisbreytingar„.

Aðspurður um hvernig fjármagna eigi slík borgarlaun segir Jón

ef við værum að tala um að taka upp borgaralaun í Noregi liggur svarið í augum uppi það væri auðvitað tekið úr þjóðarsjóði, en þær þjóðir sem hafa tekið þetta upp eru mjög ánægðar með reynsluna af þessu, þetta er nokkurs konar öryggisventill„.

Hér á landi hefur verið talsvert umræða um þjóðarsjóð í samengi við auðlindir landsins og segir Jón Baldvin sína sýn á þau mál alveg skýra

ef við horfum á sjávarauðlindina þá er þetta einfalt, það verður að hætta þessari rányrkju, þetta á að vera bara rétt eins og með leiguhúsnæði, leigusalinn á að fá sína rentu og leigjandinn á ekki að framselja afnotarétt sinn og ekki heldur að veðsetja eignina, það einfaldlega gengur ekkert upp„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila