Heimsmálin: Ítrekað reynt að bregða fæti fyrir Donald Trump með falsfréttaframleiðslu

Andstæðingar Donald Trump forseta Bandaríkjanna reyna í sífellu að bregða fæti fyrir forsetann með því að framleiða falsfréttir af forsetanum og nýta hvert tækifæri sem gefst til þess að framleiða slíkar falsfréttir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðmundur bendir á að nýjasta útspil falsfréttamanna sé að hagnýta sér heimsfaraldur Kórónuveirunnar til þess að búa til falsfréttir um Trump

þeir hafa til dæmis verið að halda því fram að Donald Trump ætli sér að eigna sér bóluefni gegn faraldrinum og halda því frá öðrum löndum, en þetta er auðvitað alger þvæla það sér hver maður, en þessir falsfréttamenn kunna ekkert að skammast sín, leiðrétta ekkert og hlægja bara„,segir Guðmundur.

Guðmundur segir að aðgerðir Trump sýni svart á hvítu að Trump sé tilbúinn til þess að ganga til bols og höfuðs veirunni með róttækum aðgerðum sem virka

hann lýsti yfir stríðsástandi í gær og það þýðir að ríkið getur tekið yfir verksmiðjur sem máli skipta í aðgerðum gegn veirunni og þá er hægt til dæmis hægt að framleiða mikið magn af grímum, öndunarvélum og þess háttar búnaði„, segir Guðmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila