Heimsmálin: Fólk óttast að vera á ferli á götum Svíþjóðar vegna glæpa

Glæpir eru orðnir svo algengir á götum Svíþjóðar að fólk óttast mjög að vera á þar á ferli og velur fólks sér leiðir fyrirfram sem það telur öruggari. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir ástandinu lýst best með því að nú er svo komið að barnabörn eldra fólks þor oft ekki að heimsækja ömmur sína og afa nema að fara þangað í bifreið og velja krókaleiðir til þess að komast á áfangastað með öruggari hætti.Eins og Útvarp Saga hefur áður greint frá hafa sænsk lögregluyfirvöld ítrekað greint frá því að hún ráði ekki við það ástand sem nú er orðið daglegt brauð á götum Svíþjóðar.

Undanfarin ár hafa Svíar búið við að bílar séu brenndir, sprengjum beitt gagnvart bæði heimilum og fyrirtækjum, fólk myrt með köldu blóði úti á götu, konum nauðgað, auk þess sem reglulega finnast stór vopnabúr með vélbyssum, hríðskotabyssum, handsprengjum, hnífum og ýmis konar öðrum vopnum.

Stjórnarandstaðan í Svíþjóð hefur ítrekað bent á fylgni aukins innflutnings fólks til landsins og aukinni glæpatíðni en því hafði ávalt verið hafnað þar til Stefan Löfven greindi frá því fyrir nokkrum dögum að hann teldi fylgni milli glæpa og aukins innflutnings fólks. Gústaf Segir að líklegt sé að aukin glæpatíðni í Svíþjóð verði að kosningamáli. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila