Heimsmálin: Donald Trump hefur ekki áhuga á að ungir menn hætti lífi sínu í stríðsátökum

Ákvörðun Donald Trump um að draga herlið frá landamærum Sýrlands og Tyrklands og taka ekki þátt í hernaðaraðgerðum á svæðinu er tekin einfaldlega vegna þess að Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ekki áhuga á að ungir menn hætti lífi sínu í stríðsátökum.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur segir að með útspili sínu sé Trump einnig að reyna að fá Evrópusambandið til þess að axla ábyrgð á þeim hryðjuverkamönnum sem verið hafa í haldi í Sýrlandi

Bandaríkin geta ekki verið að taka við öllum þessum hryðjuverkamönnum enda koma þeir flestir frá Evrópu og það er Evrópusambandsins að taka á þessu vandamáli, hann hefur engan áhuga á að senda unga hermenn á svæðið og fá þá til baka í líkkistum og hann hefur sagt að það sé ömurlegt að þurfa að vera við jarðarfarir ungra manna sem týnt hafa lífi vegna stríðsátaka„,segir Guðmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila