Heimsmálin: Glæpamenn ráðnir í vinnu hjá Vinnumálastofnun Svíþjóðar

Hið opinbera í Svíþjóð verður sífellt meira fyrir barðinu á glæpamönnum og er nú svo komið að glæpaklíkur eru farnar að herja á opinberar stofnanir í landinu innanfrá.

Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag var Gústaf Skúlason fréttaritari í Stokkhólmi viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar greindi Gústaf frá glæpamönnum sem hafði tekist að fá sig ráðna á vinnumálastofnun Svíþjóðar.

Að sögn Gústafs var áhugi þeirra á starfinu ekki til kominn vegna einskærrar vinnusemi skúrkana heldur hafi tilgangurinn verið annar og mun verri

þeir komu sér þarna fyrir til þess að kynna sér kerfið innanfrá og hvernig virkni þess er, allt í þeim tilgangi að geta misnotað velferðarkerfi landsins„, segir Gústaf.

Lögreglan þar ytra hefur greint frá því að glæpamennirnir tilheyri einum af þeim 40 glæpahópum sem herja á kerfið í Svíþjóð og segir lögreglan að glæpamenn sem koma sér fyrir innan kerfisins með slíkum hætti sé gríðarleg ógn fyrir allt velferðarkerfið.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila