Heimsmálin: Heil rúta af Antifa liðum blandaði sér í hóp stuðningsmanna Trump

Vísbendingar eru um að hreyfingin Antifa hafi átt þátt í uppþotum og skemmdarverkum sem unnin voru í þinghúsinu í Washington í gærkvöld og nótt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttaritara í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Í þættinum kom fram að í beinu fréttastreymi Útvarps Sögu í gær af atburðunum hafi meðal annars komið fram myndband Bill Still viðskiptamógúls og kvikmyndaframleiðanda þar sem hann greindi frá því á nýársdag að Antifa hefði ákveðið að dulbúast og blandast stuðningsmönnum Trump í mótmælunum í þeim tilgangi að valda usla.

Bill rökstuddi orð sín í myndbandinu með birtingu á Twitterfærslu samtaka sem styðja Antifa þar sem þetta kom fram. Þá greindi blaðamaðurinn Paul Sperry frá því a Twitter að fyrrverandi fulltrúi Alríkislögreglunnar hefði sent honum skilaboð þess efnis að heil rúta af liðsmönnum Antifa hefði komið á svæðið og fólkið komið sér fyrir meðal mótmælenda.

Donald Trump Bandaríkjaforseti biðlaði ítrekað til stuðningsmanna í gærkvöld að halda friðinn og yfirgefa svæðið en skömmu eftir að hann birti myndband á Twitter þar sem hann kom skilaboðunum á framfæri ákvað Twitter að útiloka Trump frá frekari skeytasendinum á samfélagsmiðlinum og skömmu síðar greip Facebook til samskonar aðgerða.

Hér má smella til þess að lesa atburðarásina í tímaröð.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Gústaf. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila