Heimsmálin: Hörmungarnar á Indlandi – Tímasetning bylgjunnar sérkennileg

Tímasetning annarar bylgju Covid á Indlandi og kringumstæður eru mjög sérkennilegar sé horft til þess að í Maí ætluðu yfirvöld þar í landi að fara að nýta eigin bóluefni og Rússneska bóluefnið Spútnik IV. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi en þar ræddu þau Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson við Hauk Hauksson fréttamann í Rússlandi.

Fregnir herma að hluti þeirra sem látist hafa þar í landi í þessari bylgju hafi verið bólusettir með bóluefninu Astrazeneca sem eins og fólki hefur verið sagt hefur átt að veita góða vernd gegn veirunni.

Á Indlandi er ástandið algerlega farið úr böndunum og hrannast hinir látnu upp hjá líkbrennslum og er ástandið sýnu verst í Nýju Dehli en þar geta læknar ekki útvegað þeim sem þurfa súerni og eru dæmi um deyjandi fólk utan við sjúkrahúsin.

Af þessu hafa sprottið nokkrar umræður um pólitískar refskákir með bóluefnin en eins og kunnugt er hafa yfirvöld víða um heim verið að draga taum ákveðinna bóluefnaframleiðenda á meðan aðrir eru útilokaðir, meðal annars Rússar sem sitt bóluefni sem gefist hefur mjög vel. Haukur bendir á fáránleikann sem felst í útilokun Rússa

þetta er eins og það félli snjóflóð á hús þar sem fólk væri innan dyra og ekki mætti nota Rússneska skóflu til að bjarga fólkinu, heldur hlaupa í næsta hús og fá þar Ameríska eða Þýska skóflu

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila