Heimsmálin: Hryðjuverkin í Frakklandi, Covid-19 og Bandarísku kosningarnar

Eyjólfur Ármansson lögfræðingur og sérfræðingur í Evrópurétti

Íslamistar í Frakklandi hafa undanfarna daga framið árásir sem frönsk yfirvöld skilgreina sem hryðjuverk og markaði morðið á kennaranum Samuel Paty þær árásir sem eftir hafa komið á undanförnum dögum.

Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Eyjólf Ármannsson lögfræðing og sérfræðing í Evrópurétti um atburðina í Frakklandi og Bandarísku kosningarnar og sagði Eyjólfur meðal annars að þær aðgerðir sem Frakkar hafa skorið herör gegn hryðjuverkum íslamista snúi ekki að múslimum almennt í Frakklandi, heldur eingöngu þeim sem teljast til hópa öfga Íslamista. 


Spennandi kosningar framundan í Bandaríkjunum


Eyjólfur segir að kosningarnar í Bandaríkjunum verði talsvert spennandi, enda hafi þeim sem ekki almennt hafa talist til kjósendamarkhóps Trump fjölgað á kjörskránni.

Þá séu talsverðar hindranir sem Trump hefur orðið fyrir að undanförnu, til dæmis ritskoðun samfélagsmiðla, en eins og þekkt er fjarlægðu samfélagsmiðlar fréttir sem hefðu getað komið Joe Biden mótframbjóðanda Trumps, en fjölmargir hafa fordæmt framgöngu samfélagsmiðla í málinu, en meðal annars hefur því verið lýst yfir að með athæfi sínu séu þeir að hafa bein afskipti af kosningunum.

Ef upp kemur ágreiningur um kosningaúrslitin er staðan sú að íhaldsmenn hafa sína menn í meirihluta í Hæstaréttar Bandaríkjanna sem sé mjög áhugavert, bendir Eyjólfur einnig á að nú þegar hafi kosningaþátttaka slegið öll met, en erfitt sé að segja til um ástæður þess, mögulegt sé að Covid hafi áhrif á það að fólk fari fyrr að kjósa en ella.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila