Heimsmálin: Hvíta Rússland orðið bitbein Evrópusambandsins og Kínverja – Gríðarlegir Hagsmunir í húfi

Hvíta Rússland er orðið miðpunktur í togstreitu á milli Evrópusambandins og Kínverskra yfirvalda Evrópusambandið vill tryggja sinn aðgang að landsvæði fyrir gas og olíuleiðslur og þá sjá kínverjar Hvíta Rússland einnig í rósrauðum bjarma.

Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en þar ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Hauk Hauksson fréttaritara í Moskvu.

Haukur segir að bæði kínverjar og Evrópusambandið eigi gríðarlegra hagsmuna að gæta að hafa tök á Hvíta Rússlandi. Annars vegar vill Evrópusambandið hafa aðgang að landinu til þess að leggja þar gas og olíuleiðslur, enda sé nýlega búið að opna þar Nordstream en kínverjar vilja koma þar upp belti og braut

það er nýja fréttin í þessu, kínverjar hafa verið að byggja mikið af þjóðvegum í miðasíulöndunum og þeir horfa auðvitað til vesturs einnig, Hvíta Rússland er lykilatriði í þessari áætlun kínverja eftir að Úkraína féll í hendur vesturveldanna“,segir Haukur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila