Heimsmálin: Mikil þöggun um mál Julian Assange

Julian Assange

Það ríkir mikil og ömurleg þöggum um mál Julian Assange á Íslandi og skömm að því að Ríkisútvarpið fjalli ekki um hvernig farið er með Julian Assange í ofsóknum Bandaríkjanna og Bretlands gagnvart honum.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur segir ljóst hvers vegna farið er gegn Assange eins og gert er

hann á augljóslega að vera öðrum víti til varnaðar, skilaboðin eru þau að blaðamenn lendi í 175 ára fangelsi ef þeir birta óþægilegar upplýsingar sem koma Bandarískum stjórnvöldum illa“,segir Haukur.

Haukur segir sorglegt að fylgjast með því að blaðamenn standi ekki með Julian og segir málið þegar farið að hafa fælingarmátt á blaðamenn

það hefur enginn annar fjölmiðill líkur þeim sem Julian stofnaði sprottið upp eftir að málið byrjaði, og það er líklega vegna þess að menn eru hræddir við að þeir gætu hlotið sömu örlög og Julian Assange“.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila