Heimsmálin: Myndbandi lekið á netið sem sýnir Joe Biden gorta sig af því að hafa látið reka ríkissaksóknara Úkraínu

Forsetaframbjóðandinn Joe Biden

Myndband gengur nú um netheima sem þykir afar vandræðalegt fyrir forsetaframbjóðandann Joe Biden en myndbandið sýnir þegar Joe Biden gortar sig af því að hafa farið fram á við fyrrum forseta Úkraínu að ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn vegna afskipta hans af Hunter Biden son Joe Biden.

Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi ræddi Pétur Gunnlaugsson við Hauk Hauksson fréttaritara í Moskvu um málið.

Í myndbandinu segir Biden meðal annars að þegar hann hafi verið staddur í Úkraínu hafi hann farið fram á að ríkissaksóknarinn yrði látinn taka pokann sinn áður en Joe Biden færi frá Úkraínu sex stundum síðar, og hótaði Biden að lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum yrði ekki veitt nema að þessu skilyrði uppfylltu,  og varð niðurstaðan sú að saksóknarinn Viktor Shokhins var rekinn.

Eins og kunnugt er hefur Joe Biden lent í töluverðum vandræðum í kosningabaráttu sinni vegna vafasamrar hegðunar Hunters en meðal annars er Hunter sagður hafa tekið fé fyrir að koma á tengslum vafasamra aðila í Úkraínu við Joe Biden, auk þess sem tölva sem var í eigu Hunters er sögð hafa innihaldið myndir af stúlkum undir lögaldri.

Sjá má myndbandið hér að neðan en hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum fyrir neðan myndbandið.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila