Heimsmálin: Ný stjórnarskrá í Rússlandi verndar hagsmuni þjóðarinnar

Ný stjórnarskrá Rússlands miðar fyrst og fremst að því að tryggja hagsmuni rússnesku þjóðarinnar mun betur en sú eldri gerði og var sett saman sérstaklega með það í huga. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur bendir á að ýmis nýmæli megi finna í stjórnarskránni til marks um hversu vel hún á að verja hagsmuni þjóðarinnar

það er til dæmis ákvæði sem gerir það að verkum að erlendum aðilum sé settur stólinn fyrir dyrnar í því að misnota viðskipastöðu sína, og að er líka ákvæði sem ver lagakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu, svo það verður ekki hægt fyrir Evrópusambandið að pota inn sínu regluverki  hægt og rólega á einhverri fjallabaksleið bakdyramegin„,segir Haukur.

Í nýju stjórnarskránni er einnig ákvæði sem styrkir stöðu núverandi forseta í embætti og getur hann boðið sig fram aftur kjósi hann svo

staðan hér er nú svo að það er enginn stjórnmálamaður í sjónmáli sem gæti tekið við af Pútín, í þessar stjórnarskrá má nefna líka að „,segir Haukur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila