Heimsmálin: Ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum vaxandi vandi í Svíþjóð

Ofbeldi og árásir gagnvart opinberum starfsmönnum og árásir á opinberar byggingar er vaxandi vandamál í Svíþjóð. Þetta var meðal þess sem fram kom fram í máli Gústafs Skúlasonar í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir ástandið vera farið að líkast innbyrðis stríði innan Svíþjóðar og nú sé ofbeldið ekki lengur bundið við ofbeldi gagnvart lögreglu og slökkviliði ” það er farið að ráðast núna á starfsmenn á fleiri sviðum opinbera geirans, til dæmis hefur verið ráðist að félagsþjónustunni, það voru sprengdar tvær sprengjur og önnur þeirra sprakk við félagsþjónustuskrifstofu í nótt, þetta ofbeldi fer bara vaxandi með degi hverjum

Eins og Gústaf hefur greint frá eru sprengjuárásir, nauðganir og morð orðið daglegt brauð í Svíþjóð og hefur almenningur og löggæsluyfirvöld miklar áhyggjur af stöðu mála en eins og kunnugt er hefur lögreglan ítrekað lýst því yfir að ástandið sé orðið illviðráðanlegt.

Í þættinum sagði Gústaf einnig frá því að á Google maps megi finna kort þar sem kortlagðar eru þær árásir sem gerðar eru í Svíþjóð en til þess að skoða kortið er hægt að smella hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila