Heimsmálin: „Öfgastefnan allsráðandi í Svíþjóð” segir Ebba Busch Thor formaður sænskra Kristdemókrata

Ebba Busch Thor formaður sænskra Kristdemókrata

Öfgastefnan í Svíþjóð er orðin alls ráðandi með þeim afleiðingum að Svíþjóð er ekki lengur öruggt land. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Í þættinum sagði Gústaf meðal annars frá áhyggjum sænsku konungsfjölskyldunnar af stöðu mála og þá sagði Gústaf einnig frá grein sem birt hefur verið í  nýrri grein í Expressen sem formaður sænskra Kristdemókrata Ebba Busch Thor skrifar um róttæka íslamavæðingu Svíþjóðar, en í greininni segir meðal annars

”Sex menn sem taldir eru stórhættulegir og á að vísa úr landi leika lausum hala. Einn þeirra er sporlaust horfinn eftir að hafa rofið tilkynningaskylduna. Þetta er árangurinn af getuleysi ríkisstjórnarinnar að fást við vandamál hryðjuverkastarfs og íslamisma í Svíþjóð.”

Segir hún ríkisstjórnina seinka málum í hag fyrir íslamismann og hryðjuverkamenn í Svíþjóð: ”Seinkanir mála virðast því miður vera hluti af modus operandi ríkisstjórnarinnar, þegar lagðar eru fram tillögur gegn hryðjuverkum og öfgastefnu. Ríkisstjórninni mistókst í vor að gera það refsivert að starfa með hryðjuverkasamtökum…Er þetta ábyrgðarfull meðhöndlun á hryðjuverkabrotum?”

”Þrír af þeim sex mönnum, sem taldir eru þjóðhættulegir og fara nú frjálsir ferða sinna, áttu heima í Gävle. Moskan í Gävle var kostuð af Qatar sem hafði tengsl við al-Qaida og Íslamska ríkið. Þetta er þó ekki eina moskan með tengsl erlendis og við öfgastefnu. Lönd eins og Sádí Arabía, Oman, Kuwait, Sameinuðu Arabísku furstadæmin og Tyrkland hafa stofnað, stutt eða tekið yfir moskur í Svíþjóð.”

Lýsir Ebba Busch Thor hvernig áróður Erdogans til Tyrkja í Svíþjóð leiðir til aukinnar öfgastefnu í moskum ásamt því að friðsamir múslímir vara við róttækni- og öfgavæðingu íslam í Svíþjóð.

”Ríkisstjórnin er lömuð gagnvart þessarri þróun. A.m.k. 17 moskur eru í höndum erlendra öfgamanna eins og sænskir múslímir hafa varað við í langan tíma. T.d. hafa samtök í Örebro þegið fjárhagsstuðning frá ríki Sádi Arabíu. Þar starfaði Osama Krayem sem fór til Íslamska ríkisins 2014 og er nú ákærður fyrir þáttöku í hryðjuverkinu í Brussel 2016 og grunaður um að hafa tekið þátt í skipulagi árásarinnar í París í nóvember 2015.”

Lokaorð greinarinnar: Öfgastefnan er allsráðandi í Svíþjóð. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á því stórslysi sem leyfir sex róttækum íslamistum að fara frjálsir ferða sinna.”

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila