Heimsmálin : Öflugar sprengingar staðfestar við Nord Stream í gær og fyrrinótt – mældust 2,3 Richter – stærstu gasbólurnar um 1 km í þvermál

Gasið flæðir út í andrúmsloftið frá Nord Stream gasleiðslum á botni Eystrarsalts við Borgundarhólm. Staðfest er leiðslurnar voru sprengdar og að um skipulagða hernaðaraðgerð er að ræða. Sprengjurnar mældust á jarðskjálftamælum í Svíþjóð og Danmörku og náðu 2,3 útslagi á Richterskala (mynd sksk twitter frá danska hernum).

Fleiri upplýsingar koma núna um skemmdarverkið á NordStream gasleiðslunum frá Rússlandi um Eystrarsalt til Þýskalands. Danska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér myndir og myndbönd (sjá tíst hér að neðan), sem sýna hvernig gaslekinn í Eystrasalti lítur út, sem talinn er vera afleiðing vísvitandi árásar. Jafnframt halda áfram vangaveltur um hverjir standa að baki árásinni. Margir benda á Bandaríkin, en enginn veit neitt með vissu ennþá. Samtímis segir sænska sjónvarpið frá því, að danskar og sænskar jarðskjálftastöðvar hafi mælt „sterkar neðansjávarsprengingar“ við gasleiðslurnar á mánudaginn.

Sænska skjálftamælingakerfið greindi tvær „hreinar sprengingar“ við Nord Stream leiðslur á mánudaginn. Ein af stærðinni 2,3, sem skráðist á 30 mælistöðvum í suðurhluta Svíþjóðar. Fyrri sprengingin er sögð hafa orðið klukkan 02.03 aðfaranótt mánudags og sú síðari klukkan 19.04 á mánudagskvöld. Björn Lund, lektor í jarðskjálftafræði, segir við sænska sjónvarpið við SVT:

Það sést ve.l hvernig öldurnar skoppa frá botni og upp á yfirborð. Það er enginn vafi á því að um sprengingu hafi verið að ræða.“

Stærsti gaslekinn rúmur kílómeter í þvermál, sá minnsti um 200 metrar

Nord Stream 1 lekur á tveimur stöðum norðaustur af Bornholm og Nord Stream 2 lekur suður af Dueodde, þ.e. syðsta odda Bornholm. Lekinn uppgötvaðist af neyðarsveit norsku hersins F-16 að sögn danskra yfirvalda. Stærsti gaslekinn er rúmur kílómetri í þvermál og sá minnsti um 200 metrar. Mynduð hafa verið svo kölluð útilokunarsvæði fyrir umferð skipa og flugvéla nálægt lekunum.

Á samfélagsmiðlum velta margir því fyrir sér, hvort Bandaríkin hafi sprengt gasleiðsluna til að tryggja að ekki sé hægt að opna hana, þar sem mótmæli hafa aukist í Þýskalandi og þess krafist að refsiaðgerðum verði létt af Rússlandi svo hægt sé að mæta orkuþörfinni innanlands. Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði rétt fyrir stríð (sjá tíst hér að neðan), að hann myndi á einhvern hátt stöðva Nord Stream 2. Til dæmis skrifar einn notandi á Twitter:

„Með skemmdarverkum á Nord Stream leggja Bandaríkin alla Evrópu og sérstaklega Þýskaland í taumlaust einelti. Munu þýsk stjórnvöld taka við öllum þjáningunum án þess að bregðast við?“

Þann 22. september greindi RIA Novosti frá því, að rússneska leyniþjónustan FSB hafi komið í veg fyrir hryðjuverkaárás sem úkraínskir ​​sérsveitarmenn skipulögðu á olíu- og gasverksmiðju. Hverjir standa að baki árásinni á Nord Stream 1 og 2 á eftir að koma í ljós.

Aukaþáttur Heimsmála á Útvarpi Sögu í dag

Vegna atburðanna var aukaþáttur um Heimsmálin á Útvarpi Sögu í dag í umsjón Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Í fyrri hluta þáttarins var rætt við Gústaf Skúlason, fréttaritara Útvarps Sögu um málið og má hlusta á fyrri hluta þáttarins í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila