Heimsmálin: Grænir víkingar reyna að sölsa undir sig orkumálin í Evrópu

Það eru talsverð líkindi með hörkunni í Icasave málinu og orkupakkamálinu sem nú ríður yfir þjóðina nema í orkupakkamálinu koma að grænir víkingar en ekki útrásarvíkingar sem reyna að eigna sér umhverfisumræðuna, færa sér orkuauðlindir þjóða í nyt og græða á þeim. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í Stokkhólmi í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum sagði Gústaf meðal annars frá því að orkuverð hafi farið hækkandi í Evrópu, meðal annars í Svíþjóð og Noregi, þetta hafi meðal annars komið til eftir innleiðingu orkupakka

er eitthvað óeðlilegt við það að þjóðin spyrji spurninga og krefji menn svara um málið? , það hefur hvergi nokkurs staðar lækkað orkuverð þar sem menn hafa gengið í þetta orkusamband heldur þvert á móti hefur það hækkað, ef við leggjum þetta allt í hendur Evrópusambandsins getur það þýtt gríðarlegt tjón fyrir Ísland„,segir Gústaf.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila