Heimsmálin: Rússar halda umfangsmikla heræfingu í Suður Rússlandi – Tengist ekki ástandinu í Hvíta Rússlandi

Mjög uimfangsmikil heræfing sem haldin er þessa dagana í Suður Rússlandi tengist ekki með neinum hætti atburðarrásinni í Hvíta Rússlandi, heldur er um sameiginlega heræfingu Rússlands og austrænna ríkja, þar sem meðal annars er áætlað að æðstu menn herafla landanna muni hittast og ræða málin, en meðal þeirra sem þátt taka í æfingunum eru kínverjar.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Haukur greindi frá því í þættinum að á morgun, föstudag væri von á að Vladimír Putin, enda gegni heræfingar ekki eingöngu þeim tilgangi að æfa herdeildir heldur er einnig um pólitískt útspil að ræða

þarna eru auðvitað æðstu menn öflugra herja að ræða saman og svo er þetta líka mikil vopnasýning, menn eru hérna að sýna mátt sinn og megin“.

Haukur segir að heræfingin, sem 80.000 hermenn taka þátt í tengist ekki þeim atburðum sem átt hafa sér stað í Hvíta Rússlandi undanfarnar vikur, en eins og kunnugt er hefur kjöri Alexanders Lukashenko forseta verið harðlega mótmælt og stjórnvöld sökur um kosningasvindl, en bent hefur verið á að ein leiðin fyrir forsetann að styrkja sína stöðu er að fá sýnilegan stuðning Rússa og jafnvel aðstoð.


Átök eftir innsetningarathöfn


Í gær var Lukashenko settur í embætti en það var gert með leynilegri athöfn. Haukur segir að eftir athöfnina hafi mótmælendur streymt út á götu og lenti þeim saman við lögreglu og öryggissveitir

þarna voru mikil slagsmál og það má búast við því að þetta sé ekki enn alveg búið og fjarar kannski seinna út en menn töldu fyrst“.

Hann segir mótmælendur hafa hlotið sérstaka þjálfun til þess að takast á við lögregluna

þeim hefur verið kennt á sérstökum námsskeiðum að spreyja málningu í augu lögeglumanna og eins spreyja málningu í linsur myndavéla sem eru að mynda það sem fram fer“,segir Haukur.


 Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila