Heimsmálin: Sænsk börn óttast að verða fórnarlömb glæpahópa – Skotárásir orðnar hversdagslegar og sprengjuárásum fjölgar

Helmingur sænskra barna óttast að verða fórnarlömb glæpahópa sem á undanförnum árum hafa vaxið mjög ásmegin þar í landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttamanns í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Gústaf sem um árabil hefur á Útvarpi Sögu greint frá þeirri þróun sem orðið hefur á glæpatíðni í Svíþjóð. Hann segir að skotárásir séu orðnar hluti af hversdaglegu lífi íbúa á svæðinu og eru þær orðnar svo algengar að fólk er nánast hætt að taka eftir því þegar fjallað er um þau mál í fjölmiðlum.

Þá hafa sprengjuárásir af ýmsu tagi aukist til muna í landinu. Hann segir að í flestum tilvikum tengist málin skipulagðri glæpastarfsemi erlendra glæpahópa og snúa flestar árásirnar að því að glæpahópar berjist um ákveðin yfirráðasvæði í þeim tilgangi að selja þar fíkniefni.

Í þættinum kom fram að dæmi séu um að glæpahópa véli allt niður í 10 ára börn til þess að selja fíkniefni. Lögreglan er vanmáttug gagnvart þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár og er nú svo komið að glæpahóparnir hafi sín eigin lög og reglur á sínum yfirráðasvæðum og hreinlega geri gys að lögreglunni þegar hún mæti á svæðið.

Þá eru ótalin þau svæði sem lögreglan hættir sér ekki inn á nema í algjörri neyð og þá með liðsauka með sér.

Hlusta má á þáttinn og nánari greiningu á ástandinu í Svíþjóð í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila