Heimsmálin – Samfélagsmiðlarisar oft með meiri völd en marga grunar

Samfélagsmiðlarisar á borð við Twitter, Facebook og Google hafa oft mun meiri völd en fólk heldur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttaritara í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf nefnir sem dæmi að Google getur raðað upp leitarniðurstöðum á þann hátt að niðurstöðurnar geti haft áhrif á umfjallanir og samfélagsumræðu, þetta geta einnig Facebook og Twitter gert með því að flokka efni og raða því svo eftir sérstakri forgangsröð, allt háð duttlungum stjórnenda samfélagsmiðlanna.

Þá eru ótaldar þær persónuupplýsingar sem samfélagsmiðlar safna um notendur sína, njósnir sem notendur samþykkja í raun fyrirfram með því að samþykkja skilmála samfélagsmiðlana en þeir eru oft svo langir að þeir sem hyggjast skrá sig á þessa samfélagsmiðla samþykkja þá oftast án þess að lesa þá að nokkru leyti.

Meðal þeirra upplýsinga sem samfélagsmiðlar safna eru upplýsingar um áhugasvið viðkomandi notanda, ip tölu notandans, hvernig símtæki eða tölvu hann er að nota. Þá geta samfélagsmiðlarnir séð hvaða vefsíður notandinn er að heimsækja, óháð því hvort hann er skráður inn á viðkomandi samfélagsmiðil á meðan hann vafrar um vefsíður netsins.

Einnig hafa viðkomandi samfélagsmiðlar einnig aðgang að hljóðnema viðkomandi símtækis auk myndavéla og myndabanka notandans, auk samtala sem notandinn á við einstaklinga í einkasamtölum, auk skráningar á þeim sem notandinn er í samskiptum við.

Oftar en ekki setja samfélagsmiðlar fram sem afsökun fyrir þessum umfangsmiklu upplýsingasöfnunum að þetta sé gert í markaðslegum tilgangi til tekjuöflunar fyrir samfélagsmiðlanna.

Undanfarna daga hafa kviknað upp áhyggjur af ritskoðun samfélagsmiðla gagnvart Donald Trump forseta Bandaríkjanna og hafa margir fært sig um set frá stóru samfélagsmiðlunum yfir á aðra minna þekktari samfélagsmiðla vegna málsins. Facebook og Twitter hafa í kjölfar lokunar gagnvart Donald Trump tapað um 51 milljarði bandaríkjadollara.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila