Heimsmálin: Sendiherra Kína segir ummæli Mike Pence um að íslensk stjórnvöld hafi hafnað boði kínverja um þátttöku í Belti og braut vera falsfréttir

Jin Zhijian sendiherra kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi

Jin Zhijian sendiherra kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi segir að þau ummæli Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna um að íslensk stjórnvöld hafi hafnað tilboði Kínverja um þáttöku Íslands í innviðaverkefninu Belti og braut vera falsfréttir. Ummæli Pence hafa vakið mikla athygli en Pence sagði ummælin vera byggð á samtali sínu við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Þetta kom í máli Jin í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag í dag en Jin var þar viðmælandi þáttarins þar sem Arnþrúður Karlsdóttir, Pétur Gunnlaugsson, Haukur Hauksson og Guðmundur Franklín Jónsson ræddu um ummæli varaforsetans. Jin segir að hann telji að ummælin hafi verið sett fram í þeim tilgangi að skaða samskipti Kína og Íslands og segir að boð um þáttöku í innviðaverkefninu hafi vissulega verið sent íslenskum stjórnvöldum, en að ákvörðunin hafi hins vegar ekki verið tekin.

Þá segir Jin að varnaðarorð Pence gagnvart fjarskiptarisanum Huawei vera einfaldlega vera frekleg afskipti af einkafyrirtæki.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila