Heimsmálin: Stoltenberg dansar á línunni

Það er óhætt að segja að Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO sé að dansa á línu þeirri sem gæti skilið að heimstyrjöld frá línu stríðsins í Úkraínu ef marka má nýjustu yfirlýsingar Stoltenbergs. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en í þættinum ræddi Pétur Gunnlaugsson við Gústaf Skúlason fréttamann í Stokkhólmi.

Í yfirlýsingum Stoltenberg hefur komið fram vilyrði til Úkraínumanna um að þeim verði útveguð fleiri þungavopn og langdrægar flaugar en það er einmitt það sem Rússar hafi varað við að þeir telji vera stigmögnun átakanna í Úkraínu. Varla þarf að fjölyrða um þær hættur sem slík vopn geta skapað í átökum ríkjanna tveggja því jafnvel atvik sem mætti rekja til mistaka, eins og þegar flaugar hafna á stöðum þar sem þeim var ekki ætlað að lenda á gætu beinlínis sett af stað þriðju heimsstyröldina. Rússar hafa bent á að langdrægar flaugar gætu verið einnig notaðar til þess að skjóta á skotmörk innan Rússlands.

Á því hagnast aðeins vopnaframleiðendur og þau ríki sem hafa hag af framleiðslu stríðsvopna. Á sama tíma getur hver maður ímyndað sér hvað slíkt gæti kostað í mannslífum en í stríði eru mannslíf lítils metin eins og dæmin hafa sannað. Þá getur stigmögnun átaka leitt til þess að gripið verði til kjarnorkuvopna og það orðið til þess aö fjöldi fólks muni deyja og örkumlast og að heilu landsvæðin yrðu óbyggileg til lengri tíma vegna geislunnar.

Það virðist því lítill áhugi fyrir því bæði hjá Bandaríkjastjórn og NATO að stillt verði til friðar og að deiluaðilar setjist að samningaborðinu, að minnsta kosti virðast forseti Bandaríkjanna og forsvarsmenn NATO vilja öllu heldur hella olíu á bálköst stríðsins, með þeim vafasama hætti að útvega enn fleiri og öflugri vopn, vopn sem einungis verða til þess að magna upp átökin.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila