Heimsmálin: Stríðið í Úkraínu er í raun stríð NATO og Bandaríkjanna gegn Rússum

Stríðstónn Vesturveldanna vegna Úkraínudeilunnar er að verða meira áberandi áður og skal engan undra því stríðið í Úkraínu er í raun stríð NATO og Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttamanns í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Vilja ráðast á Rússland og koma Pútín frá völdum

Gústaf bendir á að Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands hafi látið þau orð falla í ræðu í gær að örlög Pútíns forseta Rússlands yrðu að vera hin sömu og nasistanna í seinni heimsstyrjöld, það þýði væntanlega að ráðast yrði á Rússland og koma Pútín frá völdum, öðruvísi verði þessi orð ráðherrans varla túlkuð.

Þá segir Gústaf að í ræðu Vladimirs Pútín í morgun í tilefni Sigurdagsins hafi Pútín sagt að Rússar hefðu þurft að fara í hernaðaraðgerðir í Úkraínu þar sem þeir hefðu komist á snoðir um áætlun þess efnis að NATO hafi ætlað sér að taka yfir Krímsskaga, aðgerðinni hefði í raun verið þvingað upp á Rússa.

Njósnastarfsemi Bandaríkjanna á vígvellinum

Hvað þátt Bandaríkjamanna í stríðinu í Úkraínu varðar segir Gústaf að hátt settir herforingjar í Bandaríkjunum hafi beinlínis sagt að þeir væru þáttakendur í stríðinu, Bandaríkjamenn hafi meðal annars stundað njósnastarfsemi og miðlað upplýsingum frá vígvellinum, matað úkraínska herinn á þeim og þannig í raun stjórnað her Úkraínu. Það hafi einmitt verið þess vegna sem Úkraínumönnum hafi tekist að sökkva skipinu Moskvu, Bandaríkjamenn hafi stært sig meira segja af því að hafa komið því til leiðar að skipinu hafi verið sökkt.

Gústaf segir að því verði menn að spyrja sig hvers vegna NATO og Bandaríkjastjórn vilji fórna öryggi Vesturlanda og fyrir hvaða ávinning það sé, ábyrgð Rússa sé samt eftir sem áður mikil en hegðun NATO og Bandaríkjanna sé þó athyglisverð.

Áróðurinn á báða bóga

Gústaf segir að í stríðinu bendi síðan deiluaðilar hver á annan þegar sprengjur eru sprengdar og saklaust fólk týni lífi og bætti Arnþrúður við að það sé ekki glóra að átta sig á hvað sé satt og hvað sé logið hvað varðar fréttir af stríðsátökunum, enda sé áróðurinn á báða bóga. Gústaf segir að í það minnsta séu afskipti Bandaríkjanna og Vesturveldanna ekki til þess að koma Úkraínu til hjálpar

„markmið þeirra eru þau að koma Pútín frá völdum“ segir Gústaf.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila