Heimsmálin: Upptaka af símtali leyniþjónustumanna varpar nýju ljósi á Navalnymálið

Upptaka tveggja leyniþjónustumanna kann að varpa nýju ljós á Navalnymálið en á upptökunni má heyra leyniþjónustumenn í Varsjá ræða við starfsbræður sína í Berlín meðal annars um niðurstöður rannsóknarinnar á upptökum eitrunarinnar.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Það sem athygli vekur að í myndbandinu má heyra leyniþjónustumanninn í Varsjá spyrja þann í Berlín hvort komnar væru fram sannanir fyrir eitrun í líkama Navalny og þá svarar hann því til að það skipti ekki miklu mál

það er stríð og þá eru öll vopn leyfileg„,segir leyniþjónustumaðurinn í Berlín.

Þá hafa rússar bent á að ef eitrað hefði verrið fyrir Navalny með Novichok eins og haldið hefur verið fram væri Navalny þegar látinn og hundruðir fleiri enda um sterkt eitur að ræða.

Þá segir Haukur að upplýsingarnar úr upptökunni styðji við þá kenningu að málið tengist stjórnmálunum í Hvíta Rússlandi en þar reynir Evrópusambandið að auka áhrif sín og völd, En Útvarp Saga hefur greint frá þeirri valdabaráttu áður og lesa má um með því að smella hér.

Hlusta má og upptöku leyniþjónustumanna hér fyrir neðan og neðst í fréttinni má hlusta á þáttinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila