Heimsmálin: Vindmyllur ekki eingöngu hættulegar fuglum – Mikilvæg skordýr fórnarlömb vindmyllanna

Náttúruverndarsamtök í löndum þar sem vindmyllur eru nýttar sem orkugjai hafa nýlega bent á annað vandamál sem fylgir myllunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsmálin. fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Pétur Gunnlaugssonar.

Gústaf segir að náttúrverndarsamtök hafi nú bent á að fórnarlömb spaða slíkra mylla sem séu gríðarstórir séu ekki eingöngu sjaldgæfar fuglategundir heldur séu nú vísbendingar um að myllurnar þurrki út skordýr í stórum stíl sem séu nauðsynleg náttúrunni.

Undanfarin ár hefur verið bent á að býflugum hafi fækkað víða um heim og hafa vísindamenn miklar áhyggjur af afkomu þeirra og annara skordýra í heiminum, enda byggist frjósemi jarðar á afkomu þeirra. Bæjarfélög víða um heim hafa þegar brugðið á það ráð að reisa svokölluð skordýrahótel sem hafa það hlutverk að veita skordýrum skjól og bæta lífsskilyrði þeirra. Nú hafi hins vegar bæst við sá vandi sem vindmyllurnar skapa, en fyrir höfðu skordýrategundir þurft að líða fyrir skógarelda og óhóflegt skógarhögg.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila