Heimsmálin: Yfirvöld Svíþjóðar fella krókódílatár yfir nýjasta fórnarlambi glæpastríðsins í Svíþjóð – Adriana var 12 ára gömul þegar hún var myrt

Yfirvöld Svíþjóðar fella krókódílatár í fjölmiðlum vegna dráps glæpamanna á 12 ára saklausri stúlku sem lenti í kúlnahríðinni. Fjölmiðlar eru fullir af fréttum um ódæðið, – en morðið á Adríönu, 12 ára gamalli stúlku, dóttur pólskrar móður í suður Stokkhólmi er langt í frá að vera það fyrsta né það síðasta á saklausum vegfarandum í Svíþjóð.  Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Í þættinum kom það meðal annars fram að ”No go” svæðum er stjórnað af glæpamönnum og enn á ný þarf lögreglan að endurtaka sama boðskapinn eins og biluð grammófónplata: „Við ráðum ekki við þetta, við þurfum á hjálp að halda.”


Aðgerðin ”Hrímfrost” fækkaði skotárásum í Malmö tímabundið um allt að helming og sprengjuárásum um þriðjung en það dugir skammt þegar skotárásum og morðum fjölgar samanlagt í Svíþjóð á sama tíma. Það var samanbitinn og uppgefinn yfirmaður aðgerðarsviðs ríkislögreglunnar NOA, Stefan Hector, sem sagði í sjónvarpinu í gærkvöldi að 

„hefðum við fengið þá 10 þúsund lögreglumenn sem við viljum fá, þá gætum við notað meiri kraft á fleiri stöðum. Þá gætum við náð tölunum niður.”

Þetta er þriðja helgin í röð með skotárásum í Botkyrka í suður Stokkhólmi. en frá áramótum hafa verið yfir 163 skotárásir í Svíþjóð. Glæpasérfræðingurinn Mikael Rying líkir ástandinu í Svíþjóð við villta vestrið enda hefur tala látinna tífaldast frá aldamótum.


Morðið á Adríönu hefur rifið upp tilfinningaflóð í Svíþjóð og hafa fjölmiðlar verið harðlega gagnrýndir fyrir að minnka eða hylma yfir ábyrgð morðingjanna. Sögðu sumir miðlar að morðið á Adríönu hafi verið mistök því ”glæpamennirnir hafi ekki ætlað að drepa Adríönu heldur tvo glæpamenn í skotheldum vestum fyrir utan MacDonalds” rétt eins og um slys sé að ræða og eðlilegt að glæpamenn keyri um á bílum og skjóti úr hríðskotabyssu á fólk. Fólk hefur hraunað yfir sænska ríkissjónvarpið fyrir að segja að „Adriana var á vitlausum stað á vitlausum tíma” eins og að það sé hennar sök að hafa verið drepin, hér nokkur athugasemdardæmi:


„Nei, saklaus manneskja í frjálsu landi getur aldrei verið á vitlausum stað á vitlausum tíma. Ábyrgðin er alfarið á herðum ódæðismannanna”
„Já, hún var svo sannarlega á vitlausum stað á vitlausum tíma. Hún var í Svíþjóð.”


„Hvernig getið þið haft svona fyrirsögn? Þið sýnið enn á ný að markmið ykkar er að láta þetta líta út sem eðlilegan hlut með svona orðalagi” segir annar.
Svíþjóðademókratar tístu: „Stúlkan var stödd í Svíþjóð Stefan Löfvens.”

Til að sjá morðið á Adríönu í samhengi við almenna ástandið kemur hér ófullkominn listi yfir innanlandsátökin í Svíþjóð síðasta mánuðinn. Hér er aðeins um toppinn á ísjakanum að ræða en afbrot eru orðin svo tíð að heila fréttadeild þarf til að fylgjast með þeim öllum. Hér eru einungis talin upp helstu skot- og sprengjuárásir, ekki nauðganir, rán, misþyrmingar, öll hnífaslagsmál eða slagsmál milli hópa með kylfum osfrv:

1. júlí 

 • Högdalen Stokkhólmi maður særður í skotárás á bílastæði matvörubúðar
 • Maður drepinn í hnífaárás í Stokkhólmi

3. júlí 

 • Tensta Stokkhólmi skotið á strætisvagn, enginn særðist, kúlugöt við sæti bílstjórans

4. júlí 

 • Borås tvær skotárásir, enginn særðist

5. júlí 

 • Halmstad skotárás milli bíla, enginn særður

7. júlí 

15. júlí

 • Malmö skotárás við grillstað
 • Örebro maður drepinn í skotárás

16. júlí 

 • Arboga sprengjuárás við búð, enginn særðist

20. júlí 

 • Uppsala skotárás í íbúðarhverf,i enginn særðist, fimm handteknir

21. júlí 

 • Gautaborg komið með skotsærðan mann á sjúkrahús
 • Malmö íkveikjusprengju kastað að félagsmálastofnun, um 50 árásir á árinu

24. júlí 

 • Gävle einn maður á sjúkrahús eftir skotbardaga

25. júlí 

 • Örebro maður drepinn í skotárás í íbúðarhverfi

28. júlí 

 • Malmö skotárás engin særður
 • Jordbro sprengjuárás við íbúðarhús, enginn særður

29. júlí 

 • Kristinehamn bréfsprengja í fjölbýlishúsi, enginn særðist

30. júlí 

31. júlí 

 • Uppsala maður særður í skotárás
 • Kristianstad mólótóvkokteil kastað að héraðsdómstólnum, enginn særðist

1. ágúst

 • Malmö skotárás í Rósingarðinum, einn særður
 • Botkyrka Stokkhólmi 12 ára stúlka drepin

2. ágúst 

3. ágúst

 • Karlstad skotárás enginn særður
 • Uppsala s.k. bangers með stórum hvellum kastað að dómkirkjunni og Gottsundaskólanum
 • Borås hnífaslagsmál, fjórir særðir á sjúkrahús

4. ágúst

 • Lund kveikt í móttöku fyrir börn og unglinga með geðræn vandamál

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila