Helgi Björnsson útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2020

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson hefur verið útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2020.Útnefningin  er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi og samfélagi. Hjálmar Sveinsson formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs gerði grein fyrir einhuga vali ráðsins á Helga. Listamanninum var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé. 

Hjálmar Sveinsson formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sagði Helga vel að titlinum kominn. Helgi hefði markað afgerandi spor í íslenskum sviðslistum og dægurmenningu í hartnær 40 ár.

Helgi Björnsson er fæddur á Ísafirði 10. júlí árið 1958.  Foreldrar hans eru þau María Gísladóttir fyrrverandi leikskólakennari og Björn Helgason fyrrverandi málarameistari, skíðakappi og landsliðsmaður í fótbolta. Eiginkona Helga er Vilborg Halldórsdóttir leikkona, leikari, leiðsögumaður og textahöfundur með meiru.

 Helgi hefur sjálfur sagt að hann var farinn bæði að leika og syngja sem strákur og ákvað 10 ára að hann ætlaði að verða poppstjarna þegar hann yrði stór. Hann komst inn í leiklistarskólann haustið 1979 og útskrifaðist þaðan vorið 1983 ásamt Vilborgu og fleiri landsþekktum leikurum.

Við útskrift úr Leiklistarskólanum fékk Helgi tvö vinnutilboð: að syngja með hljómsveitinni Grafík og að taka að sér hlutverk Arngríms Árland í kvikmyndinni Atómstöðin.  Hann tók báðum tilboðum og þannig hófst hans tvískipti ferill, en allt frá þessu fyrsta sumri hefur hann jöfnum höndum sungið og leikið.

Þó svo að Helgi hafi æ síðan sinnt þessum tveimur „músum“ sínum jöfnum höndum, þá er það sennilega rokkarinn Helgi Björns sem flestir bera sterkar taugar til. Flestir Íslendingar geta raulað með lögum sem hann hefur sungið inn í meðvitund okkar með Grafík, SSSól eða Reiðmönnum vindanna hin síðari ár.  Helgi Björnsson er  rokkari sinnar kynslóðar, ekki síst vegna öflugrar og litríkrar sviðsframkomu – og svo vegna frasans sem eilíflega verður kenndur við hann: „Eru ekki allir sexý!“

 Helgi Björns vann sig svo enn og aftur inn í hjörtu allra landsmanna með Heima-tónleikunum sjö sem sýndir voru beint í sjónvarpi Símans á meðan samkomubannið vegna Covid-19 stóð yfir . Hugmyndina fékk hann þegar hann fylgdist með vinum sínum á Ítalíu sem sungu á svölum og streymdu örtónleikum úr stofunum sínum í útgöngubanni. Öllum viðburðum sem Helgi Björns hefði átt að taka þátt í hafði verið frestað og því fannst honum upplagt að gera eitthvað á þessa leið – búa til tónleika, nokkurs konar sveitaballsstemningu heima í stofu og senda í stofur allra landsmanna, þjóðinni til ómældrar skemmtunar og gleði.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir helstu verkefni og verk Helga Björns:

Plötuútgáfa

Grafík: Get ég tekið cjéns (1984)
Grafík: Stansað, dansað öskrað (1985)
Síðan skein sól: Síðan skein sól (1988
Síðan skein sól: Ég stend á skýi (1989)
Síðan skein sól: Halló, ég elska þig (1990)
Rafn Jónsson: Andartak (1991)
SSSól: SSSól (1993)
Rocky Horror (1995)
Helgi Björnsson: Helgi Björns (1997)
Meiri gauragangur (1998)
Carmen Negra (1998)
SSSól: 88/99 (1999)
Rafn og Rúnar: Í álögum (2000)
Helgi Björnsson og Berþór Pálsson: Strákarnir á Borginni (2000)
Helgi Björnsson: Yfir Esjuna (2005)
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna: Ríðum sem fjandinn (2008)
Helgi Björnsson og Kokteilpinnar: Kampavín (2009)
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna: Þú komst í hlaðið (2010)
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna: Ég vil fara upp í sveit (2011)
Helgi Björns syngur íslenskar dægurperlur
Grafík: 1981-2011 (2011)
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna: Heim í heiðardalinn (2012)
Helgi syngur Hauk ásamt The Capital Dance Orchestra (2013)
Helgi Björnsson: Eru ekki allir sexý? (2014)
Helgi Björnsson: Veröldin er ný (2015)

Sviðsverk:

1983 La Traviata,

1984 Tilbrigði við Önd, Láttu ekki deigan síga, Jakob og meistarinn

1985 Kötturinn, Land míns föður

1986 Djöflaeyjan

1987 Síldin kemur, síldin fer, Hremming

1988 Maraþondasinn

1989 Ljós Heimsins

1990 Ljón á Síðbuxum

1991 Kysstu mig Kata

1992 Ofviðrið

1995 Rocky Horror

1998 Carmen Negra, Meiri gauragangur

1999 Rent

2012 Axlar-Björn

2016 Mamma Mia

Sjónvarp/kvikmyndir:

1984 Atómstöðin

1985 Skytturnar, Fálkaslóð

1986 Foxtrott, Í skugga Hrafnsins, Nonni og Manni

1990 Veggfóður

1991 Sódóma Reykavík

1993 Stuttur Frakki

1994 Laggó

1998 Óskabörn Þjóðarinnar

2000 Bjallan

2001 No such thing

2004 Njálssaga

2005 Strákarnir okkar

2006 Köld slóð

2006 Beulfs story

2008 Svartir Englar

2009 Reykjavík Whale Whatching Massacre

2011 Pressan, Hitler´s Grave, Makalaus

2013 Frost, Hross í oss

2014 Vonarstræti, París norðursins

2016 Ligeglad, Islands-Krimi

Athugasemdir

athugasemdir

Deila