Helstu málin: Kosningar í svíþjóð, húsleitir FBI og fjórða bólusetningin

Í síðdegisútvarpinu í dag fóru þau Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson yfir þau mál sem efst eru á baugi og verið hafa síðustu daga en þar ber fyrst að nefna kosningarnar í Svíþjóð þar sem flækjustigið er gríðarlegt þessa stundina.

Arnþrúður benti á í þættinum að það að verið sé enn að telja upp úr kössunum sé til þess fallið að skapa tortryggni og Pétur benti á að auðvitað ætti fyrirkomulagið að vera á þann hátt að seðlar skili sér á kjördegi, það væri eðilegast.

Útilokunarpólitíkin virðist vera til staðar í Svíþjóð eins og víða í Evrópu og nú sé það svo að forustumaður Frjálslyndra þar í landi hefur látið frá sér fara að hann muni ekki fara í bandalag með Svíþjóðardemókrötum.

Arnþrúður og Pétur bentu á að sú taktík Frjálslyndra gæti verið pólitískt útspil til þess að bæta samningsstöðu sína þegar kemur að stjórnarmyndun

„þeir eru minnsti flokkurinn þarna svo þeir mega nú þakka fyrir ef þeir fá að vera í ríkisstjórn“segir Pétur.

Þá ræddu Arnþrúður og Pétur um þá möguleika sem eru á stjórnarmyndun eins og staðan sé nú en ljóst sé að staðan sem uppi er sé nokkuð flókin. Þá velti Arnþrúður fyrir sér hvaða ítök djúpríkið hefði haft í þessum kosningnum á bak við tjöldin.

Húsleitir FBI framkvæmdar til þess að hræða fólk frá því að styðja Trump

Svo virðist sem FBI sé beitt sem vopni gegn Trump og mögulegu forsetaframboði hans og er nýjasta útspilið, húsleitir á 50 heimilum stuðningsmanna Trump til marks um það.

Arnþrúður sagði húsleitirnar framkvæmdar til þess að hræða fólk frá því að styðja Trump. Pétur rifjaði upp að árið 2010 hafi verið ráðist með svipuðum hætt af hálfu skattayfirvalda á helstu forvígismenn Teboðshreyfingarinnar en talið er að Obama og Biden hafi staðið á bak við þá árás

„ég veit ekki hvort það hafi tekist að sanna það en hún lagðist af þessi Teboðshreyfing og leifar hennar fóru í að styðja Trump, þetta er því spurningin um hvort ráðamenn geti beitt stofnunum ríkisins gegn hreyfingum sem þeir séu ekki sáttir við eða vilja ryðja úr vegi“ segir Pétur.

Átök innan Flokks fólksins á Akureyri

Átök hafa blossað upp innan Flokks fólksins á Akureyri þar sem konur sem eru varabæjarfulltrúar flokksins hafa sagt karla í forustu flokksins þar nyrðra hafa beitt þær einelti, niðurlægingu og jafnvel kynferðislegu áreiti.

„Guðmundur Ingi brást strax við og sá sig knúinn til þess að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins og svo kom Inga Sæland fram og segist harmi slegin og hefur boðað fund aðalstjórnar Flokks fólksins klukkan átján í dag þar sem þessi mál verði rædd og við þeim brugðist“segir Arnþrúður.

Málið er enn nokkuð óljóst en þarna eiga meðal annars dónaleg ummæli í garð einhvers eða einhverra látin falla.

„en almennt þegar svona mál koma upp þá er ákvæði í vinnulöggjöfinni sem segir að svona málum eigi að koma út úr húsi eins fljótt og hægt sé, til dæmis á borð lögreglu ef málið er þannig vaxið“

Rekja má hrinu slíkra mála til Me Too hreyfingarinnar sem í fyrstu hafi verið þörf vitundarvakning en svo færst í öfgafullar áttir og nú sé nóg að hafa móðgað einhvern til þess að lenda í slíku máli.

„þetta er þessi nýja aðferð þar sem ég staldra aðeins við því án þess að ég sé nokkuð að leggja það saman við þetta mál úr Flokki fólksins þá er það alvarlegt að það sé nóg að einhver hópur taki sig saman og ásaki menn um andlegt ofbeldi og þess háttar, þá er spurningin hvor þetta eigi eftir að snúast við og karlmenn taki sig saman og segi svona um konur eða er þetta bara á einn veg?“ spyr Arnþrúður.

„Svo eru það málin innan kirkjunnar þar sem svona mál koma upp og svo liggja þau bara í þögninni og það er ekki viðlit að fá svör frá ritara biskups, allt er þaggað niður“ segir Arnþrúður.

Arnþrúður bendir á að baknag innan stjórnmálaflokka sé algengur ósiður sem hafi viðgengist lengi

„þessi niðrandi framkoma sem þarna er verið að lýsa innan Flokks fólksins á Akureyri þar sem konurnar eiga hafa verið kallaðar öllum illum nöfnum er auðvitað ekki í lagi og svona á maður ekki að tala við félaga sína og innan stjórnmálaflokkana er þetta svo mengað og viðbjóðslegt og mikið undirferli, þegar menn halda jafnvel að einhverjir séu samherjar þá eru þetta jafnvel verstu óvinir vegna þess að lygasögurnar sem settar eru af stað eru svo hrottalegar, við erum nú búin að vera lengi í fjölmiðlabransanum og sjáum hvernig verið er að reyna að planta svona lygasögum til okkar sem við eigum svo að bera áfram, sem við svo gerum auðvitað ekki þar sem við ráðumst ekki á einstaklinga“

Fjórða sprautan sögð nýtt efni frá Pfizer en enginn veit innihaldið frekar en fyrri daginn

Nú er unnið að þvi að koma fólki í fjórðu sprautuna sem sögð er innihalda nýtt og betra bóluefni frá Pfizer, sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að þeir sem halda því fram vita ekkert um innihald bóluefnisins, ekki frekar en hinna efnanna sem ekki hafa reynst vel og eru sum hver bönnuð í dag.

„þegar sótt var um neyðarleyfið fyrir Pfizer var farið fram á 75 ára leynd og svona hefur þetta fengið að rúlla áfram alveg til dagsins í dag. Fyrst átti fólk að fá eina sprautu og vera öruggt, svo þurfti allt í einu búst, svo kom þriðja sprautan og þá áttirðu að vera fullbólusettur og núna er komið að þessari fjórðu, ég hef sagt það áður að ég hef upplýsingar um að sprauturnar verði sjö þegar allt er talið“ segir Arnþrúður.

Hún bendir á að hér sé það þannig að bæði fullorðnir og börn megi fara í sprautuna en það sé ákveðið ósamræmi í gangi þar sem að í Danmörku megi börn alls ekki fá þessa sprautu og í Bretlandi megi ófrískar konur alls ekki fá sprautuna. Þá segir Arnþrúður áhugavert að nú séu engar bóluefnaklappstýrur sjáanlegar, hvorki þríeykið, Kastljósið né Kári Stefánsson, engu sé líkara en klappstýrurnar séu horfnar af yfirborði jarðar. Arnþrúður segir að stefnan sé sett á að bólusetja fyrst 60 ára og eldri en fólk eigi að hafa í huga að það verði að vega og meta sjálft hvort það vilji fara í þessa bólusetningu, því þetta sé tilraun, efnið hafi aðeins verið prufað á músum, en mýs séu ekki menn og menn heldur ekki mýs, best sé að ígrunda málið vel því ekkert liggi á.

„fólk verður líka að hafa hugfast að bóluefnaiðnaðurinn er mjög mikill bisness sem snýst fyrst og fremst um peninga og það að græða“

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila