Leynivopn sænska hersins: Naglalakkaðir hermenn – „Fjölbreytileikinn er máttur okkar”

Miklar umræður voru í Svíþjóð fyrir nokkrum árum um fjársvelti hersins. Var svo komið að skera þurfti niður mikilvæga starfsþætti sem tekur mörg ár að byggja upp aftur. Samningar náðust loks milli stjórnmálaflokkanna um að gera sameiginlegt átak til að bæta stöðu hersins og er afraksturinn smám saman að koma í ljós. Nýlega auglýsti sænski herinn eina nýjung á félagsmiðlum: Naglalakkaða hermenn – “máttur okkar felst í fjölbreytileikanum.” 

Ef um venjulegt naglalakk er að ræða spararst rúlega fjárfúlgur en enn hefur ekkert frést af naglalökkuðum hermönnum við heræfingar í Svíþjóð. Hins vegar gæti nýtt leynivopn verið á ferð, sem látið er líta út sem naglalakk og eykur samskiptin innan hersins samtímis sem það vekur hræðslu hjá óvininum sem flýr þá af hólmi. 


„Hinsegin dagar” eru í gangi með stafrænni kröfugöngu og auglýsingin fellur saman við þá göngu sem herinn tekur þátt í. Hershöfðingjar fá þó á sig gagnrýni fyrir að styðja samfélagshreyfingu sem neitar Svíþjóðademókrötum að vera með en flest aðrir stjórnmálaflokkar leggja mikið upp úr því að sjást og fá að tala fyrir litskrúðugu göngufólki. Micel Bydén yfirhershöfðingi vill gera skattgreiðendum ljóst að „fjölbreytileiki er máttur.”


Adam Marttinen þingmaður Svíþjóðardemókrata bendir á að „Pride tekur stjórnmálalega afstöðu til mannréttinda sem leiðir til útilokunar fólks frá hreyfingunni. Það ætti að duga að gera grein fyrir mati sínu með eigin leiðum innan hersins í stað þess að vera með útspil sem hentar í augnablikinu.”

Auglýsing sænska hersins á félagsmiðlum um fjölbreytileikamáttinn


Umræður eru á félagsmiðlum um þessa herkænsku sænska hersins, Hér nokkur dæmi:„Ef við eigum að berjast við Rússana með naglalakki, þá erum við í afar slæmum málum.”„Auðveldara að drepa óvininn með því að ganga hinsegingöngu og veifa regnbogafána, ha, ha.”„Hefur herinn ekkert annað að gera? Út með ykkur og verið á götunum á kvöldin og um nætur ef þið þorið!”„Það er flott að til er einhver stofnun í samfélaginu sem hvorki vill vopn eða stríð á meðan skotbardagar geisa milli glæpahópa, lögreglunnar og skotið úr bílum á ferð.”„Hvernig verður hægt að fara í stríð með slíkan her? Grípa þeir þá til stóra titrarans ef hættan kemur of nálægt?”„Einhver sagði að núverandi her gæti varið Svíþjóð heila viku. Ég held að að sá tími sé styttri ef hermennirnir sitja og mála á sér neglurnar.”„Rússarnir þurfa ekki að ráðast á Svíþjóð. Svíar hafa kálað landinu sjálfir, við horfum upp á síðustu andartökin.”„Með slíkan hershöfðingja þarf Svíþjóð enga óvini.”„Hvernig er það með hershöfðingjann, lakkaði hann á sér neglurnar í morgun?
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila