Búið að ganga of langt í ríkisvæðingunni

Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri Kemi

Ríkisvæðingin hefur gengið of langt á kostnað einkaframtaksins og jafnvel heilsu íbúa landsins.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hermanns Guðmundssonar framkvæmdastjóra Kemi sem hefur margra ára reynslu úr íslensku viðskiptalífi, sem var gestur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Hermann segir að sem dæmi megi nefna hvernig ríkisvæðingin hefur leikið heilbrigðisþjónustuna

þarna verða biðlistar, í stað þess að leyfa meiri einkavæðingu, það nefnilega skiptir málið að það sem þarf að gera sé framkvæmt en ekki hverjir framkvæma, ríkisvæðingin hefur gengið of langt að mínu mati“,segir Hermann.


Mikilvægt að muna að starfsmenn eru fólk en ekki vélar


Eins og flestum er kunnugt hefur álagið í heilbrigðiskerfinu verið gríðarlegt og segir hermann mikilvægt að öll fyrirtæki, hvort sem um er að ræða opinber fyrirtæki í einkageiranum hugi að sínu starfsfólki

þetta er fólk en ekki vélar, fólk með sínar tilfinningar og jafnvel kvilla, það er mikilvægt að hafa það í huga, maður getur þí auðvitað þurft að taka á því þegar það kemur einstaklingur í hópinn sem ekki passar inn, til dæmis einhver sem hangir í símanum, ef það gerist er mikilvægt að bregðast mjög hratt við því ef ekki er tekið á því skemmir það starfsandann meðal hinna starfsmannanna að ekki sé tekið á málinu

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila