Hið mannlega í samfélaginu skiptir mestu máli – Okkur á að líða vel í samskiptum

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi

Það eru brögð af því að umhyggjan í samfélaginu gleymist og það sýnir sig til dæmis í því að við gleymum oft þakklætinu í garð þeirra sem starfa við það að hlúa að fólki, þó eru teikn á lofti að við höfum opnað augu okkar í Covid faraldrinum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lindu Baldvinsdóttur markþjálfa hjá Manngildi í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.


Linda segir að þá hafi Covid komið umræðu af stað sem sé mjög mikilvæg, það er umræðan um heimilisofbeldi, og þá sér í lagi hinu andlega ofbeldi, sem hafi aukist í faraldrinum. Hún segir andlegt ofbeldi hafa ýmsar birtingarmyndir og nefnir sem dæmi að þegar fólk tekur markvisst til þess að tala ekki við ákveðna einstaklinga þá sé það ein birtingarmynd andlegs ofbeldis.


Hún segir stöðu kvenna á Íslandi hvað heimilisofbeldi varðar sé talsvert betri en í öðrum löndum, hér séu úrræði mjög góð en að ræða mætti mun meira um þessi mál en gert sé. Hún segir að eitt af því sem gleymst hafi að ræða sé sérstaða kvenna í samfélaginu, þær eingöngu geti gengið með börn og séu komnar allt of snemma aftur á vinnumarkað eftir fæðingu, barnið sé sett í umsjá ókunnugra á meðan konan vinnur í stað þess að þær fái að vera lengur heima að sinna börnunum.


Hún bendir á hvernig samvera barna við foreldra hafi jákvæð áhrif á börnin, það megi sjá á því að í Covid faraldrinum hafi foreldrar verið meira heima með börnum sínum og nú hafi komið í ljós að börnin séu minna kvíðin en áður en faraldurinn skall á. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila