Nauðsyn að draga úr umfangi hins opinbera

Hallur Hallsson sagnfræðingur og blaðamaður

Það er brýn nauðsyn að draga úr umfangi hins opinbera enda fylgi því fjölmörg störf sem ekki skapi bein verðmæti, störf sem almenningur borgar fyrir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halls Hallssonar sagnfræðings og blaðamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Hallur bendir á hvernig umfang hins opinbera sé að sliga hinn almenna launamann sem vinni að baki brotnu og stærstur hluti launanna fari í það að halda uppi opinberum störfum

hugsið ykkur að launþegi á almennum vinnumarkaði sem stimplar sig inn klukkan níu og vinnur til klukkan fimm er að vinna alveg til klukkan tvö til þess eins að greiða til ríkisins, það sem hann vinnur sér inn eftir það, um þrír klukkutímar er það sem hann fær í sinn vasa„,segir Hallur.

Hallur segir þetta vera óboðlegt ástand

það verður að draga úr þessu opinbera kerfi, þetta eru um 42.000 störf sem ekki eru að framleiða nein verðmæti og hinn almenni launamaður borgar brúsann„,segir Hallur. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila