Hildur Guðnadóttir fyrsti íslenski óskarsverðlaunahafinn

Hildur Guðnadóttir

Tónlistarkonan Hildur Guðnadóttir varð í nótt fyrsti íslendingurinn til þess að hljóta Óskarsverðlaunin eftirsóttu en hátíðin fór fram í Hollywood í nótt. Hildur hlaut verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker sem slegið hefur rækilega í gegn hérlendis og erlendis.

Stjarna Hildar hefur risið hratt að undanförnu og hefur hún sópað að sér fjölda verðlauna og viðurkenninga undanfarna mánuði. Elton John hlaut einnig verðlaun fyrir besta lagið í kvikmyndinni Rocket man en kvikmyndin er um hann sjálfan.

Mikið var um dýrðir á Óskarsverðlaunahátíðinni að vanda og meðal annars voru flutt fjölmörg tónlistaratriði við góðar undirtektir gesta hátíðarinnar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila