Hillary Clinton ásakar Pútín fyrir kynferðislega áreitni á fundi fyrir mörgum árum síðan – sat „gleiðfættur“

Að sögn Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hegðaði Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, sér dónalega við hana á fundi, meðal annars með því að sitja gleiðfættur.

„Var mjög kynferðislegur í minn garð og sat gleiðfættur“

Í viðtali við Financial Times segir Clinton frá fundinum með Pútín, sem sagði eitt sinn um Clinton, að „það borgaði sig ekki að rífast við konur.“ Hillary Clinton, sem er 74 ára, segir:

„Já, hann var mjög kynferðislegur í minn garð. Við áttum áhugaverð, jafnvel gagnleg samtöl í einrúmi. Þá var pressunni boðið og þá var hann vanur að segja eitthvað mjög móðgandi um Bandaríkin. Svo dró hann sundur og saman fæturna vítt og breitt til að skapa áhrif.“

Í fyrra viðtali árið 2017 sagði Clinton frá sama fundi og hélt því fram, að Pútín væri „persónulega gramur“ í sinn garð en hún tæki það ekki persónulega. Hún sagði einnig að Pútín virtist „spenntur“ yfir því að hún væri kona.

„Það er til orðatiltæki „manspreading“ sem við þekkjum vel til í New York. Í hvert skipti sem ég hitti hann tók það yfirhöndina.“

„Pútín getur aðeins unnið Úkraínustríðið ef Donald Trump vinnur forsetakosningarnar 2024″


Hillary Clinton telur einnig, að engin önnur leið sé til fyrir Pútín að vinna Úkraínustríðið nema að Donald Trump vinni forsetakosningarnar 2024. Hillary telur að ef Trump hefði sigrað árið 2020 „þá hefði hann þegar yfirgefið NATO.“

Hillary Clinton segist ekki vilja gefa kost á sér aftur, þar sem hún reiknar með að Joe Biden sækist eftir endurkjöri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila