Hinir flokkarnir farnir að taka upp þau mál sem Flokkur fólksins hefur verið að berjast fyrir

Aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru farnir að taka upp þau mál, í það minnsta nú fyrir kosningar, þau mál sem Flokkur fólksins hefur verið að berjast fyrir. Þetta var meðal þess sem fram kom í þætti Flokks fólksins á Útvarpi Sögu í dag en þar ræddi Inga Sæland við Tómas Tómasson oddvita Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður og Helgu Þórðardóttur sem skipar 2.sæti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður.

Inga segir að nú þegar kjörtímabilið sé á enda séu flokkarnir allt í einu farnir að taka upp þau mál sem þeir hafi ekki einu sinni virt viðlits á kjörtímabilinu. Þessi viðhorfsbreyting sem nú sjáist á yfirborðinu sé afar athyglisverð.

Tómas segir að þeir sem muni kjósa flokk fólksins séu að fara að sjá árangur, það sé eitt sem víst sé. Helga segir fagurgala hinna flokkana vera setta fram í afskaplega löngu máli sem svo sé afskaplega lítið af þeim fagurgala framkvæmdur eftir kosninga. Stefna Flokks fólksins sé skýr, það þurfi engin loforð heldur halda áfram þeirri stefnu sem flokkurinn hefur alla tíð staðið við, að berjast fyrir þá sem fara halloka í samfélaginu.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila