„Hinn deyjandi” gagnrýnandi Pútíns er við góða heilsu og gerir líkamsæfingar í fangelsinu

Navanyj er við góða heilsu eins og myndbanið sýnir sem Daily Mail birti og sjá má að neðan.

Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa fjálglega lýst hrakandi heilsu Aleksej Navalnyj stjórnarandstæðing og gagnrýnanda Pútíns í Rússlandi. Hefur Navalnyj verið lýst sem deyjandi manni vegna vosbúðar í fangelsinu og að honum hafi verið meinað að hafa samband við lækna vegna þess að rússnesk yfirvöld vilji hann feigan. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði að „meðhöndlunin á Navalnyj væri algjört óréttlæti” og Alexandra Zakharova frá læknasamtökun tengdum stjórnarandstöðunni í Rússlandi sagði að „ástand Navalnyj væri grafalvarlegt” og hefur boðskap þeirra verið básúnað út um allan heim.

Kraftaverk að dauðvona maður geti stundað líkamsrækt í fangelsinu

Anastasia Vasilyeva læknir sagði Navalnyj ekki eiga margar mínútur eftir.

Daily Mail hefur hins vegar birt myndband (sjá hér að neðan) sem sýnir Navalnyj við góða heilsu og stunda líkamsrækt. Óljóst er hvenær myndbandið var tekið en sumir telja að það hafi verið tekið í gær og hefur myndbandið farið víða á netinu í dag. Sergey Kolyasnikov bloggari í Kreml segir myndbandið einstakt. Það sýni mann með ónýtt bak sem tvisvar hefur verið eitrað fyrir með bráðdrepandi hernaðareitri, með ónýtar fætur og nýru en samt með hæfileikann að stunda líkamsrækt og lyfta sér upp með armæfingum.

„Annað hvort erum við að sjá kraftaverk af biblíugerð eða …..rússneska stjórnarandstaðan var eins og venjulega með lygar um heilsu Navalnyjs.” Segir Kolyasnikov vestræna fjölmiðla móðursjúka út af heilsuástandi Navalnyj. Sérstaklega ef taka á mark á orðum Anastasia Vasilyeva læknis Navalnyj sem sagði að „hann ætti aðeins nokkrar mínútur eftir af lífi sínu.”

Engin fjöldamótmæli til stuðnings Navalnyj

Navalnyj segist hættur í hungurverkfalli, þar sem hann fær að tala við lækna. Fréttamaður sænska sjónvarpsins sagði þegar hann lýsti mótmælum til stuðnings Navalnyj að „ekki væri hægt að fullyrða að um fjöldamótmæli væri að ræða, venjulegir Rússar væru ekki að mótmæla og héldu sig heima.”

Þrátt fyrir frásagnir fjölmiðla um deyjandi mann virðist Navalnyj vera fullur af lífi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila