Hjörleifur Hallgríms rekinn úr Flokki fólksins

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson sem kallaður hefur verið guðfaðir lista Flokks fólksins á Akureyri í síðustu bæjarstjórnarkosningum og skipaði heiðursæti listans hefur verið rekinn úr flokknum.Hjörleifi mun hafa verið tilkynnt um það í gærkvöld að hann væri sviptur félagsaðild að flokknum fyrir að hafa svívirt konur sem skipuðu 2,4 og 5 sæti lista flokksins í bæjarstjórnarkosningunum og stuðlað að deilum innan flokksins.

Hjörleifi er  gefið að sök að hafa viðhaft meiðandi framkomu og kallað konurnar meðal annars geðsjúklinga og svikakvendi. Í reglum flokksins frá árinu 2018 sem vísað er til vegna brottrekstursins segir að sé félagsmaður staðinn að því að vinna gegn hagsmunum flokksins geti hann átt von á að verða sviptur félagsaðild.

Þá hefur Jón Hjaltason sem skipaði þriðja sæti lista flokksins á Akureyri sagt sig úr flokknum en hyggst sitja áfram í nefndum. Stjórn flokksins hefur beint því til Brynjólfs Ingvarssonar bæjarfulltrúa og oddvita flokksins í bæjarstjórn Akureyrar að skipta um fulltrúa flokksins í nefndum á vegum bæjarins. Brynjólfur mun hins vegar hins vegar sitja áfram fyrir flokkinn í bæjarstjórn. 

Útvarp Saga hafði samband við Hjörleif og spurði um viðbrögð hans við brottrekstrinum.

„ég hef mikið um þetta að segja en ætla ekkert að segja að svo stöddu“ sagði Hjörleifur nú í morgunsárið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila