Hlutir féllu úr hillum og ljósakrónur sveifluðust fram og aftur

Krýsuvík

Hátt í fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið eftir stóran jarðskjálfta sem eins og kunnugt er reið yfir fyrr í dag. Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að lögreglumenn hafi verið sendir á svæðið þar sem upptök skjálftans voru til þess að kanna aðstæður. Jarðvísindamenn segja að gosórói hafi ekki fylgt þessari hrinu en að fylgst sé náið með framvindunni.

Þá segir í tilkynningunni að á bæði Vestur og Suðurlandi séu dæmi um að myndir hafi fallið af veggjum og smáhlutir úr hillum en ekki hafi borist neinar tilkynningar um að fólk hafi slasast. Nokkrir af þeim eftirskjálftum sem hafa orðið í kjölfar stóra skjálftans hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila