Afnám haftanna ein af forsendum þess að við erum í stakk búin til að takast á við Covid vandann

Sigurður Már Jónsson rithöfundur og blaðamaður

Afnám gjaldeyrishaftanna sem sett voru á í hruninu er ein af forsendum þess að þjóðin er nú betur í stakk búin til þess að takast á við Covid vandann. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Jónssonar blaðamanns og rithöfundar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Sigurður segir afnámið hafa þó ekki hafa verið sérstaklega auðvelt ferli þegar horft er aftur um tímans öxl

hér voru vogunarsjóðir og kröfuhafar sem höfðu hreiðrað um sig í samfélaginu og tilvera þeirra gerði það að verkum að það var mjög erfitt að takast á við það að losa til dæmis um gjaldeyrishöftin til þess að almenningur gæti notið þess frjálsræðis að eiga í alþjóðlegum viðskiptum, það var því algjört lykilatriði að ná lendingu í uppgjöri við þessa aðila, og ég held að mér sé alveg óhætt að það var enginn beinlínis að setja kastljósið á þetta ástand sem ríkti hér„,segir Sigurður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila