Höfum sýnt af okkur tvískinnung í samskiptum við ríki eins og Kína þar sem mannréttindi eru brotin

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar

Alþjóðastjórnmálin eru full af tvískinnung og þar tala menn oft tungum tveim, og þar er Ísland ekki undanskilið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Í þættinum var fjallað meðal annars um hvaða vitneskju þingmenn hafa um uppruna veirunnar og hvað þeir vita um bólefnið sem og hagsmuni lyfjarisanna vegna faraldursins.

Fram kom í máli Ágústs að hann telji að þó það vinnist sigur á faraldrinum muni menn þurfa að berjast við fleiri slíka á meðan menn hafa ekki breytt umgengni sinni við dýr sem sögð eru kveikjan að faraldrinum. Þá segir Ágúst að hann voni að kínverjar taki á málinu af ábyrgð en að ljóst sé að menn hafi ekki af einhverjum ástæðum gagnrýnt framgöngu Kínverja vegna málsins.

Hann segir það oft brenna við að menn gagnrýni ekki með afgerandi hætti ríki eins og kína þar sem mannréttindabrot séu sannarlega ástunduð “ svona tvískinningur er allt umlykjandi á sviði alþjóðastjórnmála og menn horfa alltof oft framhjá í einhverri óútskýrðri kurteisi hvernig sum ríki koma fram við fólk, Ísland er þar engin undantekning þegar kemur að slíkum tvískinnungshætti segir Ágúst Ólafur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila