Hollywood kvikmyndir ritskoðaðar af Kínverska Kommúnistaflokknum – Ted Cruz kemur málfrelsinu til varnar

PEN hópurinn í Bandaríkjunum er til varnar ritfrelsi og málfrelsi og hefur nýlega sent frá sér skýrsluna „Búin til í Hollywood, ritskoðuð í Peking (Made in Hollywood, Censored by Bejing)” þar sem undanlátssemi kvikmyndaframleiðenda í Hollywood við kínverska kommúnista er harðlega gagnrýnd. Segir PEN málfrelsinu ógnað í skýrslunni sem byggist að hluta til á samtölum við kunnugt fólk í kvikmyndaiðnaðinum. Hafa kommúnistarnir lokkað með risavöxnum innanlandsmarkaði í Kína til að fá kvikmyndaver í Hollywood til að ritskoða eða breyta kvikmyndum ––annað hvort með beinni ritskoðun eða sjálfviljugri ritskoðun sem fer vaxandi.

Í ár er talið að miðasala í Kína fari fram úr Bandaríkjunum sem var 11, 4 milljarðir Bandríkjadala 2019. Kommúnistaflokkurinn leyfir aðeins sýningu á 34 erlendum kvikmyndum í Kína árlega.

Í skýrslunni segir að „skýr skilaboð hafa komið frá Peking til kvikmyndaheimsins, að þeim kvikmyndaframleiðendum sem gagnrýna Kína verði refsað en þeir sem fylgja ritskoðunarreglum hljóta umbun fyrir. Kommúnistaflokkur Kína hefur vald til að ákveða, hvort Hollywood kvikmynd verður arðbær eða ekki – og forstjórar kvikmyndaveranna vita það.”

Ted Cruz hefur lagt fram frumvarp til að stöðva áróður kínverskra kommúnista í Hollywood

Margt starfsfólk kvikmyndaiðnaðarins höfðu samband án þess að þora að segja til nafns af ótta við fjárhagslegar og starfslegar afleiðingar ef þeir gagnrýndu opinskátt áhrif Kína í Hollywood. Ritskoðunin tekur ekki aðeins yfir kvikmyndir fyrir kínverska markaðinn heldur vakir Kína yfir öllu sem hefur með landið að gera einnig í öðrum kvikmyndum frá Hollywood. T.d. má ekki sýna fána Taiwan né gagnrýna Kína. Í sameiginlegri framleiðslu kínverskra og bandarískra kvikmyndavera er ritskoðunin innbyggð í verkefnið frá byrjun. T.d. var landakort yfir landhelgi í Suður Kínahafi sem Kína gerir kröfu til í andstöðu við fjölda ríki á svæðinu sýnt tilheyra Kína í teiknimyndinni „Abominable.”

Ted Cruz þingmaður Repúblikana hefur lagt fram lagafrumvarp sem bannar Pentagon að styðja við kvikvmyndaver í Hollywood sem starfa skv. skilmálum Kommúnistaflokks Kína. Þingsályktunin „Stopping Censorship, Restoring Integrity, Prodecting Talkies” er ætlað að skera burtu möguleika kínverskra kommúnista að ákveða hvað Bandaríkjamenn fá að sjá og heyra.

Sjá nánar hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila